unalome
Ritual sett
Ritual sett
Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurð hvernig best sé að byrja að iðka andlega iðkun, hvernig eigi að setja upp sitt eigið altari og hvernig hægt sé að skapa sitt eigið ritual.
Þess vegna ákvað ég að setja saman sérstakt ritualsett fyrir þig - hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða ert nú þegar að iðka en vilt bæta við altarið þitt eða ritualið þitt
Í settinu frá mér er:
⍙ Rose Quartz
Rose Quartz er kraftmikill steinn sem vinnur með hjartastöðina þína. Hann hefur í gegnum aldirnar verið notaður til að kalla fram ást, dýpka tengsl þín við þína eigin ást og mýkja hjartað. Steinninn getur einnig hjálpað þér að losa um varnir sem þú hefur byggt upp í kringum hjartað og tengst betur feminískri orku þinni.
⍙ Selenite kristall
Selenite, nefndur eftir grísku gyðjunni Selene (gyðju tunglsins), er talinn einn öflugasti kristallinn. Hann hreinsar og hleður bæði þig og aðra kristalla í kringum þig, sem gerir hann að ómissandi verkfæri í hvaða rituali sem er.
⍙ Þurrkaðar Rósir
Þurrkaðar rósir eru tákn ástar, ástríðu og rómantískrar orku. Djúprauði liturinn tengir okkur við feminísku orkuna okkar og gefur altarinu mjúkan og nærandi blæ.
⍙ Palo Santo
Palo Santo, oft kallaður "heilagur viður," kemur frá Perú. Hann er notaður til að hreinsa neikvæða orku og fylla rýmið með jákvæðri orku. Palo Santo er frábær til að auka sköpunargáfu og innblástur, sérstaklega áður en þú setur þér ný markmið eða ásetning fyrir komandi tímabil. Ég mæli með að nota hann daglega til að halda orkusviðinu þínu í jafnvægi.
⍙ Sage (Salvía)
Sage er sterkari í orkuhreinsun en Palo Santo og er notuð til að fjarlægja neikvæða orku úr þér, rýminu eða hlutum eins og Tarot-stokkum og kristöllum. Þessi hefð, sem á uppruna sinn í menningu frumbyggja Ameríku, er frábær til að núllstilla orkuna og hefja nýtt tímabil.
⍙ Abalone skel
Abalone-skelin er tilvalin til að geyma Salvíu og Palo Santo þegar þú hefur kveikt á þeim eða á milli hreinsana.
⍙ Buddha Stytta
Tákn um ró, hugleiðslu og andlega tengingu, sem getur gefið altarinu þínu aukinn heilagleika.
⍙ Fairy Dust
Fullkomið til að bæta skemmtilegri og léttari orku við ritualið þitt – smá töfrar í daglega lífið!