
Um Unalome
Hugmyndin um Unalome fæddist þegar ég bjó á Balí árið 2017 með 3ja mánaða son minn og 10 ára dóttir. Eftir að hafa kolfallið fyrir því dásamlega og hæfileikaríka fólki sem býr á Balí og allri þeirri list sem býr í menningu þeirra, ákváð ég að deila taka vörur frá vinum mínum með mér heim og deila þeim með Íslendingum.
Við kynntumst tveim fjölskyldum sem hanna og búa til þær vörur sem ég sel. Hæfileikar þessir hafa erfst í kynslóðir og eru vörurnar unnar heima við þegar fjölskyldumeðlimir stórfjölskyldunnar koma saman og vinna hörðum höndum að þeim.
Ég hef haldið góðu sambandi við þessar fjölskyldur og myndað góðann vinskap við þær. Mér þykir því mjög vænt um að hafa náð að aðstoða þær á þann hátt sem ég nú geri, á sama tíma og ég deili afurðum hæfileika þeirra með ykkur.
Við það vöruúrval hefur siðan bæst við vörur sem ég hef fallið fyrir, vörur sem ég hef valið sjálf út frá mínu hjarta og eru þær allar keyptar beint frá hönnuðum. Engin vara er keypt í gegnum þriðja aðila eða stór vöruhús. Ég á persónulega í samskiptum við alla hönnuðina sjálf og mynda á þann hátt samband sem mér þykir afar vænt um.