unalomeis
Kalkúnafjöður
Kalkúnafjöður
Couldn't load pickup availability
Fjöður til hreinsunar – heilög og heiðruð
Þessi kalkúnafjöður kemur frá ættbálki indíána í Norður-Ameríku og er fengin af virðingu og í sátt við náttúruna. Hún er notuð í helgar seremóníur til að leiða reyk frá jurtum eins og salvíu og palo santo, og styður við orkuhreinsun, bæn og tengingu við andlega veru.
Fjöðrin er tákn visku, verndar og tengingar við anda náttúrunnar. Þegar þú notar hana, leggðu hjarta þitt að verki – þú ert að vinna með forna þekkingu og heilaga orku. Gott er að þakka fjöðrinni fyrir þjónustu hennar og geyma hana á helgum stað.
Notkun:
• Taktu helga jurt og kveiktu í endanum þar til hún fer að reykja.
• Notaðu fjöðrina til að leiða reykinn yfir líkama þinn eða í kringum rýmið.
• Hafðu ásetning – biðjið um hreinsun, frið og tengingu.
• Slökktu örugglega á jurtinni þegar athöfnin er búin.
Share

