New Moon
New Moon
New Moon
New Moon

New Moon

Verð 8.900 kr Á tilboði

New Moon

New Moon táknar nýja byrjun.
Það er tíminn sem við fáum fyrir annað tækfæri til að byrja aftur og er sérstaklega góður tími til að hugleiða og tengja okkur við alheiminn og okkar innri kraft til að hlusta á hvað er verið að reyna að segja okkur.

Í boxin eru sérstaklega valdir kristallar og orkusteinar ásamt aukahlutum sem við mælum með til að setja gott andrúmsloft fyrir hugleiðsluna þína. Þau eru fullkomin fyrir byrjendur sem vilja hefja sitt andlega ferðalag, en einnig fyrir þá sem lengra eru komnir og vilja bæta við safnið sitt.

 

Í boxinu New Moon má finna:

  Green moonstone -  Þessi orkusteinn táknar leyndardóm, töfra, kvenlega orku gyðjunnar, tilfinningalegt jafnvægi, ást og samkennd. Hann er tengdur þriðja auganu, hjartastöðinni og sólarplexusnum. 
Ef þú hefur upplifað erfiðar tilfinningar eða tilfinningalegt áfall, geturðu nýtt hjartaheilandi mátt steinsins til að heila hjartað af sorg og sársauka.
Black Tourmaline – Oft kallaður rokkstjarna kristallaheimsins. Þessi steinn er með sterkan fælingarmátt sem hreinsar og verndar áruna þína. Hreinsunin sem Black Tourmaline veitir er fullkomin fyrir alla sem glíma við kvíða, reiði og óæskilegar hugsanir. Þessi steinn mun einnig grípa neikvæðu orkuna í kringum þig og hreinsa hana.
Clear Crystal Cluster – Clear Quartz tengir þig við allar orkustöðvarnar þínar og hjálpar til við að magna orku annara kristalla og steina í kringum þig. Þessi steinn laðar að og gerir þér kleift að nýta lífsorkuna þína meira. Quartz Cluster tekur á móti hugsunum þínum (og tilfinningunni á bak við hugsunina), geymir þær og þrátt fyrir að þú sért ekki með hugann við þá hugsun er Quartz Clusterinn að setja hugsanir þínar út í alheiminn fyrir þína hönd.
Quartz Geode – Quartz Geode er hægt að nota í margvíslegum tilgangi, til dæmis með aðstoð við ákvarðanatöku, til að auðvelda samskipti á milli einstaklinga með heilunarmátt eða við yfirnáttúruöflin, til að virkja vellíðan og orku, aðstoða við hugleiðslu, draga úr stressi og margt fleira.

Sage með Palo Santo & Selenite – Sage styrkir innsæi þitt og hreinsar orkusviðið þitt af neikvæðri orku. Selenite er afar hreinsandi og verndandi kristall, sem er nýttur til að hreinsa aðra steina og kristalla. Saman eru Selenite og Palo Santo viðurinn fullkomin blanda til hreinsa heimilið og umhverfið af neikvæðri orku.


Í silkipoka eru kristallar og orkusteinar fyrir hugleiðsluna þína:

 ⍙ Amethyst – Miðstöð innsæis og leiðir þig í átt að innri þekkingu. Tengir þig við þinn innri æðri mátt.
Black Onyx – Heldur neikvæðri orku frá, hjálpar til við að halda þolinmæði og auka ákveðni þína.
Green Aventurine -  Ást, fyrirgefning, samúð og kærleikur.
⍙ Citrine -
 Birtir orkuna þína, færir meiri jákvæðni í þitt orkusvið og hreinsar það.
⍙ Fluorite - Endurnýjun, eykur sátt & þakklæti, lífgar upp þína orku.
⍙ Carnelian -
Eykur ástríðu og kynorku og virkjar sköpunargáfuna.

Boxin eru 20 x20 x10cm

x